„Fengum ágætis skjól frá Látrabjargi“
Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 80 tonn og uppistaða aflans var skarkoli. Heimasíðan hafði samband við Guðbjörn Jónsson stýrimann og spurði um veiðiferðina.
„Veiðiferðin var sex dagar höfn í höfn og fimm sólahringar á veiðum. Aflinn var um 80 tonn og fékkst hann við flökin í Breiðafirði og gengu veiðarnar þar bara sæmilega fyrir sig, þrátt fyrir veður sem einkenndis af norðanáttum en fengum ágætis skjól frá Látrabjargi fyrir sjó,“ sagði Guðbjörn