„Þorskveiðarnar voru ágætar“
Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 152 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra og spurði út í túrinn.
„Við vorum ca. fimm og hálfan sólarhring á veiðum og vorum á Sléttugrunni, Rifsbanka, Sporðagrunni og Tungunni. Þorskveiðarnar voru ágætar en ufsa og ýsu voru frekar rólegar. Veðrið var gott allan túrinn,“ sagði Þórarinn.