„Héldum svo suður í sæluna“
Frystitogarinn Arnar HU 1 kom til hafnar í Reykjavík til millilöndunar. Aflinn í Arnari samsvarar til 434 tonn af fiski upp úr sjó og verðmæti hans er um 115 milljónir. Uppistaða aflans eru um 167 tonn af ufsa, 76 tonn af djúpkarfa og 76 tonn of gullkarfa.
Heimasíðan hafði samband við Guðmund Henry Stefánsson skipstjóra og spurði hann um túrinn.
„Við fórum frá Sauðárkróki 6. mars, byrjuðum veiðar á Kolkugrunni en héldum svo suður í sæluna. Það var landað rúmum 13.000 kössum. Veðrið hefur verið breytilegt en leiðinda sjólag síðustu daga,“ sagði Guðmundur.