„Jöfn veiði allan túrinn“
Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 70 tonn. Heimasíðan hafði samband við Guðbjörn Jónsson stýrimann og spurði um veiðiferðina.
„Veiðiferðin var um sex sólahringar og rúma fimm á veiðum. Við vorum á veiðum í Breiðafirði og á Vestfjarðamiðum. Uppistaðan hjá okkur var Skarkoli og var tiltölulega jöfn veiði allan túrinn. Heildarafli hjá okkur um 70 tonn og veðrið var bara nokkuð gott, fyrir utan einn sólahring sem hann fór í norðaustan 15-20 m/s,“ sagði Guðbjörn.