„Veðrið hefur verið gott“
Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Aflinn um borð samsvarar um 743 tonnum upp úr sjó, þar af um 241 tonnum af gullkarfa og 154 tonnum af ufsa. Aflaverðmæti er um 200 milljónir.
Heimasíðan hafði samband við Guðjón Guðjónsson skipstjóra og spurði hann um túrinn.
„Við fórum 11. apríl og vorum 24 daga. Við vorum á veiðum frá Kögurgrunni að Selvogsbanka og veiðarnar gengu sæmilega. Við lönduðum um 23.000 kössum en það eru 514 tonn af afurðum eða 743 tonn út sjó. Veðrið hefur verið gott,“ sagði Guðjón.