„Mörg skip að bítast um það sama“
Drangey SK2 landar í heimahöfn á Sauðárkróki í dag. Heildarmagn afla um borð er 173 tonn, uppistaða aflans er þorskur.
Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding stýrimann og spurði um túrinn.
„Við vorum um sex daga á veiðum og vorum á Skagagrunni, Þverál, Þverálshorni og Halanum. Veiðarnar hafa gengið ágætlega en það eru mörg skip að bítast um það sama á Vestfjarðarmiðum. Það er búið að vera leiðindabræla nánast allan túrinn.“ sagði Andri.