„Tókum aðeins eitt hal“
Drangey SK2 landar á Sauðárkróki í dag. Heildarmagn afla um borð er 55 tonn, uppistaða aflans er þorskur.
Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding stýrimann og spurði um túrinn.
„Eftir millilöndun í Grundarfirði vorum við tæpan sólarhring á veiðum á Dohrnbanka og Þverálshorni. Við byrjuðum á Dohrnbanka en tókum aðeins eitt hal þar áður en ísinn fór að flæða yfir svæðið og enduðum á Þverálshorni. Það var fín veiði á báðum stöðum. Það hefur verið bræla,“ sagði Andri.