„Gott veður“
Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð er um 150 tonn og uppistaða aflans er þorskur og ufsi.
Heimasíðan hafði samband við Hermann Einarsson skipstjóra og spurði út í túrinn.
„Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum, þrjá á Þverálshorni í þorsk og ufsa. Síðasta sólarhringinn norður af Horni í ýsu. Það var ágætisveiði allan tímann og gott veður“, sagði Hermann.