Gunnar Reynisson sestur í helgan stein
Gunnar Reynisson kokkur á Arnari HU1 er sestur í helgan stein eftir áratuga starf á sjónum.
Gunnar byrjaði ungur til sjós, aðeins 15 ára gamall var hann komin á trillu með föður sínum.
Þaðan fór hann á Höfrung III. Eins og vill verða þá giftist Gunnar norður í land og hóf störf hjá Skagstrendingi árið 1978, og hefur frá árinu 1983 verið kokkur á sjó fyrst á Örvari og síðar Arnari HU1. Að sögn Gunnars hefur þetta allt gengið sinn vanagang í gegnum öll þessi ár, áhafnirnar hafa verið hörkuduglegar og gott fólk sem hefur unnið með honum.
Gunnar ætlar að njóta lífsins með fjölskyldunni sinni og barnabörnunum sínum sem eru orðin tíu talsins, ferðast um landið með hjólhýsið og taka því rólega.
Gunnari voru færðar þakkir fyrir vel unnin störf og óska samstarfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins honum alls hins besta.