Arnar HU1 landar á Sauðárkróki

 Í Arnar HU 1, Fréttir

Málmey

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki til löndunar.

Heimasíðan hafði samband við Bárð skipstjóra og spurði um túrinn.

„Veiðiferðin hófst að kvöldi 11. ágúst og stóð hún yfir í 30 daga. Að langstærstum hluta var verið að veiðum á Vestfjarðarmiðum en einnig vorum við á Tungunni og lítillega á fjöllunum. Það var fín veiði en við hefðum viljað sjá aðeins meira af ufsa. Mikið af karfa er á halanum og eiga skip oft í vandræðum út af honum. Veður í túrnum var mjög gott fyrir utan 3-4 daga sem kaldaði upp. Skipið er með um 21.500 kassa sem gera um 810 tonn uppúr sjó og aflaverðmætin eru um 300 milljónir“ sagði Bárður.

 

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter