Soffanías Cecilsson

Soffanías Cecilsson ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á saltfiskafurðum sem seldar eru aðalega til Spánar, Ítalíu og Portúgal, einnig gerir félagið úr eitt skip Sigurborg SH-12.  Soffanías Cecilsson ehf. er staðsett í Grundarfirði.

Útgerð og fiskvinnsla félagsins á rætur að rekja aftur til ársins 1936 þegar Soffanías Cecilsson byrjar að gera út ásamt Bæringi bróður sínum.

Soffanías Cecilsson ehf. er dótturfélag í 100% eigu FISK Seafood ehf.

Borgarbraut 1, 350 Grundarfjörður, sími 430-8000, kvittanir@fisk.is

Kt. 611292-2959.