Sigurborg SH 12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH 12 kom til hafnar á Grundarfirði til löndunar. Heildarmagn afla voru rúm 63 tonn og uppistaða aflans var þorskur, ýsa og koli.

Sigurborg var meðal annars á veiðum á Herðatré og Grunnkanti, en að sögn skipstjóra var leiðindaveður framan af og aflabrögð eftir því.