Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til hafnar í morgun á Sauðárkróki til löndunar. Heildarmagn afla voru tæp 124 tonn. Uppistaða afla voru þorskur og ýsa. Drangey var meðal annars á veiðum norðan við Kolbeinsey.

Yfirstýrimaður segir veiðina hafa gengið vel, þeir hafi strax hitt á góða veiði norðan við Hraun og svo hafi verið reitingur í ýsunni allan túrinn. Fyrstu tvo dagana var smá kaldi en veður fínt eftir það.