Á dögunum fékk FISK-Seafood góða heimsókn frá konunum í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar. Þær fengu kynningu á fyrirtækinu frá framkvæmdastjóranum, Friðbirni Ásbjörnssyni og fjárreiðu- og rekstraruppgjörsstjóra Kristni Kristóferssyni. Ólöf Ásta Jónsdóttir, matráður, sá svo um að þær færu ekki svangar heim.
Að sögn Ernu Baldursdóttur, formanns klúbbsins, voru þær mjög ánægðar með heimsóknina. En það er fastur liður í starfi þeirra að heimsækja fyrirtæki í Skagafirði, oft í framhaldi af því að hafa veitt þeim viðurkenningar fyrir umhverfismál, en Soroptimistaklúbburinn veitti einmitt FISK-Seafood viðurkenningu fyrir framtak sitt í umhverfismálum vegna Umhverfisdags FISK-Seafood.