Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki til löndunar í morgun.
Heildarmagn afla um borð er um 667 tonn af fiski upp úr sjó, af því voru um 214 tonn af gullkarfa, 160 tonn af ufsa, 140 tonn af ýsu og 120 tonn af þorski. Minna í öðrum tegundum.
Kassafjöldi var um 17.600 og heildarverðmæti afla var um 313 milljónir króna.
Kristján Pétur Guðjónsson, netamaður í túrnum, segir bæði veður og veiði hafa verið með besta móti allan túrinn.