Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkróki á mánudag með 93 tonn af afla sem samanstóð af þorski, ýsu og ufsa. Málmey var meðal annars á veiðum við Norðurkant og á Skagagrunni.

“Veðrið var fínt allan túrinn og það var mokveiði í þorski, tók enga stund að klára skammtinn.” Sagði Hermann Einarsson skipstjóri. Hann sagði þó ýsuveiði hafa gengið treglega en var ánægður með að ná 25 tonnum af ufsa, þó svo að hann hafi verið frekar smár.