Drangey SK 2 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun, heildarmagn afla voru um það bil 133 tonn, þar af 115 tonn af þorski, aðrar tegundir í mun minna magni. Drangey var aðallega á veiðum á Barðinu og Ostahrygg.
Halldór Þorsteinn Gestsson, skipstjóri, segir þá hafa byrjað í ágætis veiði á Halanum en svo hafi veiðin dottið niður og þeir fært sig norður fyrir land, þar sem var einnig ágætis veiði í fyrstu en fór minnkandi í restina. Halldór segir veðrið hafa verið frekar leiðinlegt, norð-austan kaldaskítur nær allan túrinn.