Krókabáturinn Tryggvi Eðvarðs fór 22 veiðiferðir í október og landaði ýmist á Sauðárkróki eða Skagaströnd, heildarmagn afla í þessum mánuði voru um 198 tonn, slægt magn. Þar af voru um 98 tonn af þorski og 91 tonn af ýsu. Aðrar tegundir í minna mæli.
“Veiðin í október var bara allt í lagi, um það bil 7 til 9 tonn á dag og að jafnaði um helmingur ýsa.” Sagði Friðrik Ólafsson, skipstjóri. Hann sagði sína áhöfn hafa tapað tveimur dögum í veiði vegna brælu, en fyrir utan það hafi veðrið verið ágætt mestallan tímann.
Myndin er tekin af Reyni Sveinssyni.