Hafdís SK 4 í október

Hafdís SK 4 fór 17 veiðiferðir í október og landaði í Hafnarfirði, Ólafsvík, á Skagaströnd og á Sauðárkróki. Veiðiferðir hjá Hafdísi eru að jafnaði 1-2 sólarhringar. Heildarmagn af slægðum afla var um 150 tonn. Þar af voru um 32 tonn af þorski, um 56 tonn af ýsu og um 33 af skarkola.

“Það gerði Suð-vestan brjálað veður fyrir sunnan land um mánaðarmótin, með mikilli ölduhæð, svo við færðum okkur í kyrrðina hjá Ólafsvík í nokkra daga en fórum svo þaðan í Húnaflóann, þar sem Ásbjörn Óttarson, hinn skipstjórinn, tók við skipinu. Við skiptumst á, tökum sirka viku á mann. Annars, fyrir utan þetta leiðindaveður í byrjun, var þetta bara klassískur haustmánuður hjá okkur og ágætis veiði” sagði Guðmundur Níels Erlingsson, skipstjóri, þá nýbúinn að losa veiðarfærin sem festust hjá þeim inn í Skagafirði.