Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla voru um 150 tonn, þar af um 130 tonn af þorski. Málmey hóf veiðar norður af Kolbeinsey og hélt sig þar meirihluta túrsins en kastaði einnig við Ostahrygg, Reykjafjarðarál og á Tungunni.
“Þetta byrjaði rólega hjá okkur, svona tonn á tímann fyrsta sólarhringinn, en eftir það var jöfn og þokkaleg veiði bara, veðrið var fínt allan tímann.” Sagði Hermann Einarsson, skipstjóri.