Drangey SK 2 kom til löndunar úr síðasta túr fyrir jól í morgun. Heildarmagn afla voru rúm 100 tonn, þar af um 90 tonn af þorski.
Drangey var á veiðum við Rifsbanka og Sléttugrunn.
Skipverjar voru í jólaskapi á heimstíminu og senda frá sér jólakveðju með meðfylgjandi ljóði eftir Guðmund Sveinson, háseta.
Túrinn styttist stutt til jóla
stemming okkur kær.
Úti komin austan gjóla
aldan lygn og vær
Köstum trolli í körin setjum
kappar vinna fljótt.
Nú er stuð á stæltum hetjum
Stúfur kemur í nótt
Kátt er um jólin koma þau senn
Kætast þá bæði fiskar og menn.
Styttist túr og stutt til hafnar
stefnan tekin heim.
Færumst nær á fleti drafnar
finnum jólakeim.
Kátt er um jólin koma þau senn
kætast þá bæði fiskar og menn.
Hér má svo hlusta á lag við ljóðið sem Ómar Ísak Hjartarson, undirstýrimaður, setti saman, með hjálp gervigreindar.