Sigurborg SH 12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH 12 landaði í Grundarfirði þann 12. janúar síðastliðinn, heildarmagn afla var um 73 tonn og var þar mest af þorski eða um 22 tonn, einnig um 16 tonn af ýsu, um 12 tonn af skarkola og um 9 tonn af steinbít.

Sigurborg var meðal annars á veiðum við Flökin, vestan við Nes og við Herðatré.

Ekki hefur enn tekist að finna út úr því hvaða flök þetta eru sem um ræðir, en veiðisvæðið Herðatré er bogalaga sandlæna og sagt er að skipstjórinn Runólfur Guðmundsson (á Hringi SH) hafi gefið staðnum nafnið sitt, þó hann segist sjálfur ekki muna eftir því. (Fiskifréttir, 48. tbl 2002)