Drangey SK 2 kom til löndunar við Sauðárkrókshöfn í morgun, en hún var kölluð í land vegna þess að stutt var í hráefnisskort í landvinnslunni á Sauðárkróki vegna þess hve vel hefur gengið að vinna afla.
Heildarmagn afla sem skilað var í land var um 73 tonn, þar af um 56 tonn af þorski og um 11 tonn af ýsu. Drangey var eingöngu á veiðum við Sporðagrunn, en áætlað er að Drangey haldi aftur af stað fljótlega að löndun lokinni til þess að klára túrinn.