Farsæll SH 30 kom til löndunar við Grundarfjarðarhöfn í gærmorgun með um það bil 72 tonn af afla, þar af um 20 tonn af þorski, um 16 tonn af ýsu, um 16 tonn af skarkola og um 13 tonn af steinbít.
Farsæll var á veiðum við Flökin, Spilli og í kringum Bjarg.
Jóhann Garðarsson Skipstjóri, sagði þetta hafa verið hinn fínasta túr og hafa gengið ljómandi vel.
“Það var fínasta veður, þannig lagað, og ágætis blanda af tegundum. Við fórum aðeins um í leit að ýsu, hún er búin að vera svolítið erfið, en svo fann ég nokkrar þarna í hóp og tók þær með mér í land.” Sagði Jóhann, sem fer aftur af stað með Farsæl á morgun.