„Aflinn er nær eingöngu þorskur“
Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var 208 tonn. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding stýrimann.
„Veiðiferðin að þessu sinni voru tveir sólarhringar, við byrjuðum á Strandagrunni og enduðum á Reykjafjarðaál. Veiðarnar gengu mjög vel og það var mokveiði allan tímann, aflinn er nær eingöngu þorskur. Veðrið hefur verið alveg dásamlegt“ segir Andri.