„Algjört blíðu veður“
Málmey SK1 landar á Sauðárkróki í dag, heildarmagn afla um borð er 142 tonn
Heimasíðan náði tali af Þórarni Hlöðverssyni skipstjóra „Við vorum fimm sólarhringa á veiðum, í þokkalegri en þó kraftlausri veiði. Uppistaða aflans er þorskur og ufsi. Við vorum mest megnis á veiðum á Halasvæðinu en enduðum svo túrinn í Skagafjarðardýpi. Það var algjört blíðu veður allan tímann“, segir Þórarinn