„Allt fullt af fiski“
Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 80 tonn. Heimasíðan hafði samband við Guðbjörn Jónsson skipstjóri og spurði um veiðiferðina.
„Veiðiferðin var tæpa fjóra sólarhringa höfn í höfn og á veiðum í þrjá sólarhringa. Veiðarnar gengu mjög vel fyrir sig þennan túrinn, aflinn rúm 80 tonn, byrjuðum við Eldey í góðri ufsaveiði og góðu veðri. Svo kom norðaustan skot með 20 m/s og ufsinn hvarf, þá var haldið á Selvogsbanka og þar allt fullt af fiski eins og venjan er á þessum tíma og svo var endað norðvestan við Garðskaga í rólegri veiði til að fylla seinustu körin fyrir páska.
Áhöfnin á Sigurborgu óskar öllum Gleðilegra Páska “ sagði Guðbjörn.