Arnar HU 1 er væntanlegur í land í nótt með um 266 tonn af afurðum, þar af um 114 tonn af gullkarfa, um 80 tonn af þorski og um 54 tonn af ýsu en minna í öðrum tegundum.
Í heildina gera það 12.997 kassa og heildarverðmæti aflans er um 240 milljónir.
“Við eyddum stærstum hluta túrsins í að leita að ýsu og fengum hana víða en oftar en ekki var of mikið af þorski í bland með og við þurftum að færa okkur. Við fórum vestast í Víkurál og Jökultungu og fengum þar aðeinsaf karfa. Svo reyndum við fyrir okkur austast í kverkina við Grímsey þar sem fékkst lítið. Veðrið var þokkalegt fyrri hluta veiðiferðarinnar en fór að versna þegar leið á túrinn.” Sagði Kristján Ýmir Hjartarsson, yfirstýrimaður, sem var að klára sína síðustu vakt fyrir heimkomu.