Arnar HU 1 kom til löndunar við Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla var um 417 tonn af fiski úr sjó, þar af um 150 tonn af þorski, um 142 tonn af gullkarfa, um 80 tonn af ýsu og minna í öðrum tegundum.
Kassafjöldi var 13967 og heildarverðmæti afla voru 263,5 milljónir króna.
Kristján Birkisson, undirstýrimaður, tók upp myndavélina um borð og hann sendi nokkrar myndir í land sem sýna skipverja í jólaskapi á lokametrum síðustu veiðiferðar ársins 2025, við leyfum þeim að fylgja með fréttinni ásamt jólakveðju frá Arnarsmönnum.








