Arnar HU 1 landar á Sauðárkróki

Arnar HU 1 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla var um 573 tonn af fiski upp úr sjó, þar af 241 tonn af gullkarfa, 123 tonn af þorski, 108 tonn af ýsu og 87 tonn af ufsa. Minna í öðrum tegundum.

Kassafjöldi var um 16.600 og heildarverðmæti afla um 283 milljónir króna.

“Við fórum fljótlega í Víkurál, sem er vestur af Látrabjargi og þar var nóg af karfa. En svo hrökkluðumst við austur fyrir land eins og önnur skip vegna veðurs. Ýsan og ufsinn voru erfið þennan túrinn, veiði á þeim tegundum gekk ekki nógu vel, en það var nóg að fá af karfa.” Sagði Hjörtur Guðmundsson, skipstjóri.

Þegar Kristján Ýmir Hjartarsson, stýrimaður, var inntur eftir fréttum úr túrnum sendi hann eftirfarandi vísu, sem reyndar var ort af gervigreind svo hann tekur enga ábyrgð á þeim málfarsvillum sem kunna að leynast í ljóðinu.

Frá Sauðárkróki í norðankuld,
við sigldum út í dimman sund.
Fyrst var reynt í Reykjarfjarðarál,
en ýsan lét lítið og gaf okkur mál.

Við fórum svo norður af Horni í leit,
en þaðan kom lítið og tafði skeið.
Þá tókum við stefnu í Víkurál
— og karfinn þar svaraði köllun og mál.

En veðrið varð þungt og riðið í brimi,
það hrakti okkur austur í grámyglu dimmi.
Á Gletting og Gerpisflaki var rólegt dálítið,
og á Digró fékkst þorskur — en ekkert sem hlítið.

Svo sigldum við vestur með von á ný,
og leituðum fisks þar sem vonir blí.
Sléttugrunn, Grímseyjarkant og loks á Skagagrunn
— þar tók ufsinn fast og fyllti trollið um stund.

Að lokum var túrinn bundinn í karfa,
í Víkurál hélt veiðin áfram að svarfa.
Trollið fylltist, lestin varð þung
— og Arnar kom heim með sinn afla og dug