Arnar HU1 landar á Sauðárkróki
Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki til löndunar.
Heildarmagn afla um borð í seinni hluta veiðiferðarinnar var 277 tonn af fiski upp úr sjó, af því voru um 93 tonn af ýsu og 80 tonn af gullkarfa. Minna í öðrum tegundum.
Heildarverðmæti afla er um 152 milljónir króna og fjöldi kassa um 9.000.
Þetta var seinni löndun veiðiferðarinnar en alls var landað um 645 tonnum af fiski upp úr sjó og kassafjöldi um 23.000.
Heildarverðmæti afla í allri veiðiferðinni er um 278 milljónir.