Arnar HU1 millilandar í Reykjavík
Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar í Reykjavík til millilöndunar 14. mars.
Heildarmagn afla um borð var 368 tonn af fiski upp úr sjó, af því voru um 266 tonn af gullkarfa. Minna í öðrum tegundum.
Heildarverðmæti afla er um 126 milljónir króna og fjöldi kassa um 14.000.