Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í gærkvöldi. Heildarmagn afla um borð voru 114 tonn, næstum eingöngu þorskur. Málmey var meðal annars á veiðum við Norðurkant og Norður af Kolbeinsey. “Það var góður fiskur á Norðurkanti í byrjun túrs en þegar við færðum okkur á Nýjagrunn í lokin var fiskurinn smár en hörku […]

Farsæll SH 30 landar í Grundarfirði

Farsæll SH 30 kom til löndunar á Grundarfirði í morgun. Heildarmagn afla var um 55 tonn, þar af um 18 tonn af ýsu, 14 af þorski og 10 af karfa, minna af öðrum fiski. Farsæll var meðal annars á veiðum á SV-Bjargi og Grunnkanti. “Veiðin var róleg, ördeyða á Grunnslóðinni. En ágætis veður og þetta […]

Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla var um 131 tonn, að mestum hluta þorskur, eða 98 tonn, en einnig ýsa. Drangey var á veiðum á Strandagrunni og Norður af Horni. “Það var strax fín þorskveiði á Strandagrunni, góður millifiskur og gekk mjög vel” Segir Ágúst Óðinn Ómarsson, skipstjóri. “En […]

Sigurborg SH 12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH 12 kom til löndunar í Grundarfirði í morgun. Heildarmagn afla var um 64 tonn og uppistaða aflans var ýsa og þorskur. Sigurborg var meðal annars á veiðum á Grunnkanti og við Mána.

“Nú fer ég heim að lesa ljóð”

Okkar einstaki samstarfsmaður til margra áratuga, Guðrún Sighvatsdóttir, sem við öll þekkjum sem Gurru, lætur af störfum í dag eftir meira en þrjátíu ára viðveru á skrifstofu FISK Seafood. Og hún velur daginn af vandvirkni. Í fyrsta lagi er þetta 65. afmælisdagurinn hennar og í öðru lagi leggur hún niður störf á 50 ára afmælisdegi […]

Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkróki á mánudag með 93 tonn af afla sem samanstóð af þorski, ýsu og ufsa. Málmey var meðal annars á veiðum við Norðurkant og á Skagagrunni. “Veðrið var fínt allan túrinn og það var mokveiði í þorski, tók enga stund að klára skammtinn.” Sagði Hermann Einarsson skipstjóri. Hann […]

Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar á Sauðárkróki á sunnudag, heildarmagn afla var um 77 tonn, uppistaða þorskur og ýsa. Drangey var meðal annars á veiðum við Reykjafjarðarál og Ostahrygg. “Við fengum mest af ýsunni við Reykjafjarðarál og svo kom þorskskammturinn bara í nokkrum hollum við Ostahrygg” segir Ómar Ísak Hjartarson, undirstýrimaður. Þess má geta […]

Tryggvi Eðvarðs SH 2 í september

Krókabáturinn Tryggvi Eðvarðs fór 23 veiðiferðir í septembermánuði og landaði úr þeim ýmist á Sauðárkróki eða Skagaströnd. Heildarafli yfir mánuðinn voru um 159 tonn (slægt magn) og uppistaða aflans var ýsa og þorskur. Veiðiferðir hjá Tryggva taka yfirleitt um sólarhring og eru fjórir menn í áhöfninni. “Veðrið var fínt hjá okkur í september, veiðin byrjaði […]

Arnar HU 1 landar á Sauðárkróki

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki til löndunar í morgun. Heildarmagn afla um borð er um 667 tonn af fiski upp úr sjó, af því voru um 214 tonn af gullkarfa, 160 tonn af ufsa, 140 tonn af ýsu og 120 tonn af þorski. Minna í öðrum tegundum. Kassafjöldi var um 17.600 og […]

Hafdís SK 4 í september

Dragnótabáturinn Hafdís fór 15 veiðiferðir í september og landaði ýmist á Húsavík, Sauðárkróki eða í Hafnarfirði en veiðiferðir á Hafdísi taka yfirleitt einn til tvo sólarhringa. Í september landaði Hafdís um 145 tonnum (slægt magn). Uppistaða aflans var skarkoli og ýsa en einnig þónokkuð af sandkola og sólkola. Í heildina samanstóð aflinn af 19 fisktegundum. […]