Arnar HU 1 landar á Sauðárkróki

Arnar HU 1 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla var um 573 tonn af fiski upp úr sjó, þar af 241 tonn af gullkarfa, 123 tonn af þorski, 108 tonn af ýsu og 87 tonn af ufsa. Minna í öðrum tegundum. Kassafjöldi var um 16.600 og heildarverðmæti afla um 283 milljónir króna. […]

Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla voru um 150 tonn, þar af um 130 tonn af þorski. Málmey hóf veiðar norður af Kolbeinsey og hélt sig þar meirihluta túrsins en kastaði einnig við Ostahrygg, Reykjafjarðarál og á Tungunni. “Þetta byrjaði rólega hjá okkur, svona tonn á tímann fyrsta sólarhringinn, […]

Farsæll SH 30 landar í Grundarfirði

Farsæll SH 30 kom til löndunar í Grundarfirði í morgun, heildarmagn afla voru tæp 63 tonn, mest af ýsu eða um 29 tonn, svo þorskur og karfi. Aðrar tegundir í minna mæli. Farsæll var meðal annars á veiðum á Grunnkanti, Hornbanka og Straumnesbanka. Guðmundur Kristján Snorrason sagði að það hefði verið fremur erfitt að eiga […]

Sigurborg SH 12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH 12 kom til löndunar í Grundarfirði í morgun, heildarmagn afla voru um 65 tonn, þar af rúm 24 tonn af ýsu, 16 tonn af þorski og 8 tonn af karfa. Sigurborg var meðal annars á veiðum á Grunnkanti og Hornbanka.

Drangey Sk 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar á Sauðárkróki í morgun, heildarafli var um 96 tonn, þar af tæp 80 tonn af þorski og 9 tonn af ýsu. Drangey var á veiðum á Digranesflaki. Andri Már Welding, stýrimaður, sagði túrinn hafa verið frekar rólegan, bræla yfir helgina og ekki nógu góð veiði í stórum þorski þennan […]

Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkróki í morgun, heildarmagn afla voru um 126 tonn, að langmestu leiti þorskur, en í meðafla var bæði grálúða og tindabykkja. Málmey var á veiðum á Ostahrygg allan þennan túr. Þórarinn Hlöðversson skipstjóri sagði veiðina hafa verið rólega, ágætis nudd bara, enn það hafi verið leiðindaveður allan túrinn.

Hafdís SK 4 í október

Hafdís SK 4 fór 17 veiðiferðir í október og landaði í Hafnarfirði, Ólafsvík, á Skagaströnd og á Sauðárkróki. Veiðiferðir hjá Hafdísi eru að jafnaði 1-2 sólarhringar. Heildarmagn af slægðum afla var um 150 tonn. Þar af voru um 32 tonn af þorski, um 56 tonn af ýsu og um 33 af skarkola. “Það gerði Suð-vestan […]

Farsæll SH 30 landar í Grundarfirði

Farsæll SH 30 kom til löndunar í Grundarfirði í morgun, heildarmagn afla voru rúm 50 tonn, aðallega ýsa og þorskur. Farsæll hóf veiðar við Herðatré í Norð-austan golu en færði sig svo að Nesdýpi. Farsæll eyddi siðan mestum hluta túrsins vestan við Garðsskaga.

Sigurborg SH 12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH kom til löndunar í Grundarfirði í morgun. Heildarmagn afla voru tæp 73 tonn, þar af 25 tonn af ýsu, 19 tonn af þorski og 10 tonn af karfa. Aðrar tegundir í minna mæli. Sigurborg var meðal annars á veiðum á Grunnkanti, Herðatré og Vestan við Garðsskaga.

Tryggvi Eðvarðs SH 2 í október

Krókabáturinn Tryggvi Eðvarðs fór 22 veiðiferðir í október og landaði ýmist á Sauðárkróki eða Skagaströnd, heildarmagn afla í þessum mánuði voru um 198 tonn, slægt magn. Þar af voru um 98 tonn af þorski og 91 tonn af ýsu. Aðrar tegundir í minna mæli. “Veiðin í október var bara allt í lagi, um það bil […]