Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkróki á mánudag með 93 tonn af afla sem samanstóð af þorski, ýsu og ufsa. Málmey var meðal annars á veiðum við Norðurkant og á Skagagrunni. “Veðrið var fínt allan túrinn og það var mokveiði í þorski, tók enga stund að klára skammtinn.” Sagði Hermann Einarsson skipstjóri. Hann […]
Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar á Sauðárkróki á sunnudag, heildarmagn afla var um 77 tonn, uppistaða þorskur og ýsa. Drangey var meðal annars á veiðum við Reykjafjarðarál og Ostahrygg. “Við fengum mest af ýsunni við Reykjafjarðarál og svo kom þorskskammturinn bara í nokkrum hollum við Ostahrygg” segir Ómar Ísak Hjartarson, undirstýrimaður. Þess má geta […]
Tryggvi Eðvarðs SH 2 í september

Krókabáturinn Tryggvi Eðvarðs fór 23 veiðiferðir í septembermánuði og landaði úr þeim ýmist á Sauðárkróki eða Skagaströnd. Heildarafli yfir mánuðinn voru um 159 tonn (slægt magn) og uppistaða aflans var ýsa og þorskur. Veiðiferðir hjá Tryggva taka yfirleitt um sólarhring og eru fjórir menn í áhöfninni. “Veðrið var fínt hjá okkur í september, veiðin byrjaði […]
Arnar HU 1 landar á Sauðárkróki

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki til löndunar í morgun. Heildarmagn afla um borð er um 667 tonn af fiski upp úr sjó, af því voru um 214 tonn af gullkarfa, 160 tonn af ufsa, 140 tonn af ýsu og 120 tonn af þorski. Minna í öðrum tegundum. Kassafjöldi var um 17.600 og […]
Hafdís SK 4 í september

Dragnótabáturinn Hafdís fór 15 veiðiferðir í september og landaði ýmist á Húsavík, Sauðárkróki eða í Hafnarfirði en veiðiferðir á Hafdísi taka yfirleitt einn til tvo sólarhringa. Í september landaði Hafdís um 145 tonnum (slægt magn). Uppistaða aflans var skarkoli og ýsa en einnig þónokkuð af sandkola og sólkola. Í heildina samanstóð aflinn af 19 fisktegundum. […]
Málmey SK 1 landar á Sauðárkróki

Málmey SK 1 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla var um 148 tonn, uppistaða þorskur og ýsa. Málmey var meðal annars á veiðum Norðan við Hraun og á Ostahrygg. Veður var ágætt allan túrinn og þorskveiði gekk vel en það var rólegt í ýsunni, að sögn bátsmanns.
Farsæll SH 30 landar í Grundarfirði

Farsæll SH 30 kom til hafnar á Grundarfirði í morgun til löndunar. Heildarmagn afla var um 59 tonn sem samanstóðu aðallega af þorski og ýsu. Farsæll var meðal annars á veiðum við Grunnkant og Spilli. Að sögn skipstjóra var veður meinlaust allan túrinn en veiði ekki eins og best verður á kosið og var stoppað […]
Heimsókn frá Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar

Á dögunum fékk FISK-Seafood góða heimsókn frá konunum í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar. Þær fengu kynningu á fyrirtækinu frá framkvæmdastjóranum, Friðbirni Ásbjörnssyni og fjárreiðu- og rekstraruppgjörsstjóra Kristni Kristóferssyni. Ólöf Ásta Jónsdóttir, matráður, sá svo um að þær færu ekki svangar heim. Að sögn Ernu Baldursdóttur, formanns klúbbsins, voru þær mjög ánægðar með heimsóknina. En það er fastur […]
Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til hafnar í morgun á Sauðárkróki til löndunar. Heildarmagn afla voru tæp 124 tonn. Uppistaða afla voru þorskur og ýsa. Drangey var meðal annars á veiðum norðan við Kolbeinsey. Yfirstýrimaður segir veiðina hafa gengið vel, þeir hafi strax hitt á góða veiði norðan við Hraun og svo hafi verið reitingur í […]
Sigurborg SH 12 landar í Grundarfirði

Sigurborg SH 12 kom til hafnar á Grundarfirði til löndunar. Heildarmagn afla voru rúm 63 tonn og uppistaða aflans var þorskur, ýsa og koli. Sigurborg var meðal annars á veiðum á Herðatré og Grunnkanti, en að sögn skipstjóra var leiðindaveður framan af og aflabrögð eftir því.