Bozena Zawadska hefur lagt stígvélin á hilluna eftir 26 ára farsælt starf hjá Soffanías Cecilssyni
Bozena hefur hætt störfum hjá Soffanías Cecilssyni í Grundarfirði eftir 26 ára farsælt starf.
Hún hóf störf hjá félaginu 1996 þegar hún fluttist til Grundarfjarðar frá Póllandi, en þangað mun hún flytja aftur núna og njóta efri áranna í faðmi fjölskyldunnar.
Haldin var grillveisla í kaffistofu Soffaníasar af þessu tilefni og viljum við koma á framfæri þökkum frá stjórn og samstarfsfólki Soffanías Cecilssonar fyrir farsæl og góð störf.
Við óskum henni velfarnaðar í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendi.
Meðfylgjandi eru myndir af Bozenu ásamt Mjöll Guðjónsdóttur yfirmanni landvinnslu Grundarfirði og hópmynd af Bozenu ásamt samstarfsfólki í Grundarfirði.