Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar við Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla var um 115 tonn, aðallega þorskur.

“Við byrjuðum túrinn norðan við Kolbeinsey þar sem var rólegheitakropp í þorski, síðan færðum við okkur á Ostahrygg þar sem veiðin var svipuð. Við enduðum svo túrinn á Strandagrunni í þokkalegri þorskveiði.” Sagði Ágúst Ómarsson, skipstjóri. Hann sagði veðrið hafa verið fínt nema bara á heimstíminu, en þá var brostið á norð-austan rok, 25 m/s.