Drangey SK 2 kom til löndunar við Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla voru um 108 tonn og þar af voru 98 tonn þorskur. Drangey var á veiðum við Ostahrygg.
“Þetta var bara brælutúr, veðrið gekk ekki niður fyrir 20 m/s fyrr en á aðfararnótt laugardags. Þetta var svona tonn á tímann, helvítis hark í þetta skiptið.” Sagði Halldór Þorsteinn Gestsson, skipstjóri, sem var þó léttur í bragði að vana, enda öllum hnútum kunnugur þegar kemur að sjómennsku.