Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar við Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla voru um 41 tonn og þar af voru rúm 36 tonn af þorski. Drangey var á veiðum við Þverál og Sporðagrunn.

Drangey var einungis á veiðum um einn og hálfan sólarhring vegna bilunar sem olli því að skipinu var siglt aftur í land til lagfæringar fljótlega eftir að hafa lagt af stað til veiða þann 27. desember.