Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar á Sauðárkróki í morgun með um 94 tonn af afla, mest af þorski, eða um 86 tonn. Þetta var seinni hluti veiðiferðarinnar, en Drangey millilandaði síðasta föstudag og kom þá í land með 73 tonn. Heildarmagn afla í þessum túr var því um 167 tonn. Drangey var eingöngu á veiðum við Sléttugrunn.

“Fyrir millilöndun vorum við á Sporðagrunni í ágætis veiði, eftir millilöndun héldum við okkur á Sléttugrunni í ágætis veiði og fínu veðri. Þetta var þægilegur túr hjá okkur, stutt farið.” Sagði Halldór Þorsteinn Gestsson, skipstjóri, en Sporðagrunn er veiðisvæði beint norður af Skagafirði og Sléttugrunn er við Melrakkasléttu og dregur nafn sitt af henni.