Drangey SK 2 landar á Sauðárkróki

Drangey SK 2 kom til löndunar á Sauðárkrókshöfn í morgun. Heildarmagn afla var um 131 tonn, að mestum hluta þorskur, eða 98 tonn, en einnig ýsa.

Drangey var á veiðum á Strandagrunni og Norður af Horni.

“Það var strax fín þorskveiði á Strandagrunni, góður millifiskur og gekk mjög vel” Segir Ágúst Óðinn Ómarsson, skipstjóri. “En svo kom upp einhver bilun svo við færðum okkur í ýsu og þurftum svo bara að koma okkur heim svo viðgerðir gætu hafist á sunnudegi”.