Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki.
Drangey SK 2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 81 tonn, uppistaða aflans var að mestu þorskur. Veiðiferðin stóð yfir í fimm daga, en þeir voru tæpa þrjá sólarhringa á veiðum. Drangey var meðal annars á veiðum í Jökuldýpi, Selvogsbanka, Þverálshorni og við Halann, í ágætis veðri.