Drangey SK2 landar á Sauðárkróki
Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki með 83 tonn, af því voru um 60 tonn af þorski, 11 tonn af ufsa, 6 tonn af ýsu og 1 tonn af karfa. Minna í öðrum tegundum. Drangey var á veiðum við Þverálshorn og Heiðardal.
Drangey er nú komin í smá jólafrí og áætlað er að haldið verði aftur til veiða milli jóla og nýárs.