Drangey SK2 landar á Sauðárkróki

Ljósm. Davíð Már Sigurðsson
Drangey SK2 landar á Sauðárkróki.
„Við vorum tæpa fjóra sólarhringa á veiðum, á Dohrnbanka. Heildarmagn afla um borð er um 193 tonn.
Veiðarnar gengu mjög vel, þorskurinn er vel haldin, lifrarmikill og fallegur. Veðrið lék við okkur fram á laugardag þá brældi hressilega. Þetta hafsvæði er erfitt í brælu“ segir Ágúst Ómarsson skipstjóri á Drangey.