Ekki klikkað hol í túrnum
Drangey SK2 er á leið til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 149 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn.
„Við vorum tæpa fjóra daga á veiðum og höfum verið á Halamiðum og á Þverálshorni. Veiðin hefur verið mjög góð, ekki klikkað hol í túrnum. Við fengum á okkur norðaustan brælu fyrsta sólarhringinn, síðan hefur verið fínt veður,“ sagði Ágúst.