Farsæll SH 30 kom til löndunar í Grundarfirði í morgun, með rúmlega 57 tonn af fiski. Þar af voru rúm 20 tonn af þorski, rúm 13 tonn af ýsu og rúm 5 tonn af karfa, minna í öðrum tegundum.
Farsæll var meðal annars á veiðum vestan við Malarrif og á Herðatré.
“Túrinn gekk svona upp og ofan. Við byrjuðum við Snæfellsnes í leiðindaveðri en fórum svo vestur að Herðatré í kola og þorsk og fengum fínasta veður þar. Enduðum svo túrinn inni í Breiðafiði í rólegheitum.” Sagði Guðmundur Kristján Snorrason, skipstjóri, sáttur við að vera kominn heim í jólafrí.