Farsæll SH 30 kom til hafnar í Grundarfirði þann 30. desember til löndunar með rúm 37 tonn af afla sem samanstóð af um 18 tonnum af þorski, um 6 tonnum af ýsu, um 5 tonnum af skarkola og minna í öðrum tegundum.
Farsæll var meðal annars á veiðum við Fláka og Herðatré.