Farsæll SH 30 kom til löndunar við Grundarfjarðarhöfn í gær. Heildarmagn afla í þessari veiðiferð voru um 68 tonn, þar af um 21 tonn af ýsu, um 19 tonn af þorski og um 10 tonn af steinbít, en minna í öðrum tegundum.
Farsæll var aðallega á veiðum við Flökin og Herðatréð, en kastaði einnig nokkrum sinnum vestur af Bjargi.