Farsæll SH 30 kom til hafnar á Grundarfirði í morgun til löndunar. Heildarmagn afla var um 59 tonn sem samanstóðu aðallega af þorski og ýsu. Farsæll var meðal annars á veiðum við Grunnkant og Spilli.
Að sögn skipstjóra var veður meinlaust allan túrinn en veiði ekki eins og best verður á kosið og var stoppað stutt á hverjum veiðistað.