Farsæll SH 30 landar í Grundarfirði

Farsæll SH 30 kom til löndunar á Grundarfirði í morgun. Heildarmagn afla var um 55 tonn, þar af um 18 tonn af ýsu, 14 af þorski og 10 af karfa, minna af öðrum fiski.

Farsæll var meðal annars á veiðum á SV-Bjargi og Grunnkanti.

“Veiðin var róleg, ördeyða á Grunnslóðinni. En ágætis veður og þetta slapp til að lokum” Segir Guðmundur Kristján Snorrason, skipstjóri.