Farsæll SH 30 og Sigurborg SH 12 koma til Grundarfjarðar
Þann 28. september komu til heimahafnar í Grundarfirði ný skip FISK Seafood og Soffaníasar Cecilssonar, þau Farsæll SH 30 og Sigurborg SH 12, sem keypt voru af Gjögri hf.
Fjöldi fólks hafði safnast saman á bryggjunni til að taka á móti þeim. Gestum og gangandi var síðan boðið um borð í skipin til að skoða þau og þiggja veitingar í fiskvinnsluhúsi Soffaníasar Cecilssonar.
Skv. Gylfa Guðjónssyni, útgerðarstjóra FISK Seafood, munu skipin leysa gamla Farsæl og Sigurborgu af hólmi og halda til veiða á næstu dögum. Stefnt er að þau veiði blandaðar tegundir af fiski eins og sólkola, skarkola og steinbít. Með komu þeirra verður hægt að fjölga aflategundum og sækja á fleiri mið en áður.